-
Reykhólaskóli
Vellíðan - Samvinna - Kjarkur
Á fullveldishátíðinni voru úrslit piparkökuhúsasamkeppni Reykhólaskóla kunngerð. Alls voru sex hús í keppninni sem nemendur á mið- og elsta stigi bjuggu til og lögðu til keppninnar. Í dómnefnd keppninnar sátu Óli sveitarstjóri, Rebekka frá Stað og fjöllistakonan Þórdís sem er væntanlegur kennari við skólann eftir áramót. Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í [Meira...]
Hin árlega fullveldishátíð Reykhólaskóla var haldin í gær. Húsfyllir var í íþróttasalnum þar sem á annað hundrað gestir mættu og tóku þátt í fögnuðinum með nemendum og starfsfólki skólans. Nemendur leikskóladeildar og grunnskólans buðu gestum upp á fjölda atriða og nemendur tónlistarskólans sýndu listir sínar í söng og tónlistarflutningi. Nemendur elsta stigs léku frumsaminn [Meira...]
Nemendur á mið- og elsta stigi í Reykhólaskóla hafa unnið hörðum höndum síðustu daga við að hanna, mæla fyrir, baka og skreyta piparkökuhús fyrir hina árlegu piparkökuhúsakeppni Reykhólaskóla. Nemendur unnu saman í hópum og í keppninni í ár eru sex piparkökuhús. Valin dómnefnd hefur metið húsin í keppninni og úrslit efstu þriggja sæta verða [Meira...]
Síðastliðnar tvær vikur hafa nemendur og starfsfólk Reykhólaskóla verið að skreyta skólann og undirbúa fullveldishátíðina sem haldin verður í kvöld. Undirbúningurinn hefur gengið vonum framar og nemendur á hverju stigi skreyttu kennslustofurnar í miklum jólaanda.
Hin árlega fullveldishátíð Reykhólaskóla verður haldin í íþróttahúsinu á Reykhólum fimmtudaginn 4. desember kl. 17:00. Á fullveldishátíðinni verður boðið upp á atriði frá nemendum Reykhólaskóla, kaffihlaðborð, tónlistaratriði og piparkökusamkeppni. Húsið opnar klukkan 16:30 og aðgangseyrir eru kr. 1800 fyrir fullorðna og kr. 800 fyrir börn. Við vonum að sjá ykkur sem flest.
